Frábiður sér hnýsni í kortafærslur 26. október 2011 03:00 Líður eins og í 1984 Jón Magnússon vill að Seðlabankinn verði sviptur heimild til að skoða kreditkortafærslur. „Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira
„Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira