Noregur aðstoði við innheimtu 25. október 2011 01:00 Georg Papandreú Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs
Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira