Leikskipulag og liðsheild lykilþættir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2011 08:30 Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Íslands, og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundi KSÍ í gær. Mynd/Vilhelm Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa." Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa."
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira