Leikskipulag og liðsheild lykilþættir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2011 08:30 Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Íslands, og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundi KSÍ í gær. Mynd/Vilhelm Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa." Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lagerbäck yrði næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoðarmaður Lagerbäcks verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu." Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálfara Evrópu og það er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræðum. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa." Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusambandinu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og SvíþjóðLagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálfari og næstu fjögur sem aðalþjálfari í samstarfi við Tommy Söderberg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsumhverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knattspyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leikmenn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott," sagði Lagerbäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnusamböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltanum í dag í kringum leikmannakaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég vonast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska." Eigum möguleika eins og allirLagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipulögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um," sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunnar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri," sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið." Spurður hvort það væri raunhæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa."
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira