Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi 14. október 2011 06:00 Heræfing á Keflavíkurflugvelli Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggismál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins.fréttablaðið/GVA Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Sjá meira
Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofnun sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórnmálanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brotthvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáverandi ráðamanna íslenskra öryggismála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar hervarnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjölþjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósamkomulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönnum erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagnkvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norðurskautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheiminn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jónsson, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið.“ Þrjóskuleg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Sjá meira