Fær fullt hús eða fjórar stjörnur 13. október 2011 22:00 Björk hefur fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum. Björk Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum.
Björk Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira