Erlent

Leysa þúsundir fanga úr haldi

Einn frjálsu fanganna Gamanleikarinn Zarganar býst ekki við að frelsið vari lengi.fréttablaðið/AP
Einn frjálsu fanganna Gamanleikarinn Zarganar býst ekki við að frelsið vari lengi.fréttablaðið/AP
Herforingjastjórnin í Búrma hóf í gær að láta þúsundir fanga lausa úr fangelsum landsins. Jafnframt hefur hún tilkynnt að ritskoðun verði hætt.

Þessar breytingar koma á óvart, því herforingjastjórnin hefur áratugum saman ekki þolað neina gagnrýni eða stjórnarandstöðu.

Svo virðist sem Thein Sein, sem tók við stjórn landsins í vor, sé ákveðinn í því að opna umræðuna í landinu og njóti til þess stuðnings félaga sinna í stjórninni.

Mikil óvissa er þó enn um það hvort þessar breytingar verði varanlegar eða aðeins tímabundin tilraun.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×