Líknardeild lokað á LSH 13. október 2011 06:15 Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv / Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv /
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira