Líknardeild lokað á LSH 13. október 2011 06:15 Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv / Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv /
Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira