Um 90 manns missa vinnuna 13. október 2011 06:00 Kleppur Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira