Um 90 manns missa vinnuna 13. október 2011 06:00 Kleppur Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira