Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé 12. október 2011 05:30 Kjartan Ágúst Pálsson Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. Fréttablaðið/Valli „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira