Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé 12. október 2011 05:30 Kjartan Ágúst Pálsson Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. Fréttablaðið/Valli „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira