Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 11:15 Hannes Sigurbjörn Jónsson, til vinstri, á stjörnuleik KKÍ í fyrra. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum