Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar 6. október 2011 06:00 Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar