Norðmenn verða lengi að ná sér 1. október 2011 00:45 Jonas Gahr Störe Utanríkisráðherra Noregs kom í stutta heimsókn til Íslands. fréttablaðið/Stefán Utanríkisráðherra Noregs segir að umræða um viðkvæm málefni tengd hryðjuverkunum í sumar sé varla byrjuð enn í Noregi. Áleitnar spurningar, eins og til dæmis um muninn á orðum og athöfnum, verði þó að draga fram í dagsljósið og ræða í anda lýðræðisins. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðmenn verði lengi að ná sér eftir harmleikinn í sumar þegar hryðjuverk einstaklings kostuðu nærri 70 manns lífið, flest ungmenni úr ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins. „Margt af þessu unga fólki þarf stuðning áfram, sumir eru enn á sjúkrahúsi og þurfa endurhæfingu. Það sem við þurfum að gera er að fylgja þessu eftir sem ein fjölskylda og veita bæði þeim sem særðust og fjölskyldum þeirra allan þann stuðning sem við getum.“ Fyrir utan þann mannlega harmleik, sem árásirnar í Ósló og á Úteyju ollu, þá er fjárhagstjónið nú metið á ríflega milljarð norskra króna, en sú fjárhæð samsvarar 20 milljörðum íslenskra króna. Hryðjuverkamaðurinn beindi árásum sínum sérstaklega að Verkamannaflokknum, bæði ráðuneytisbyggingu í Ósló og útilegu ungliðahreyfingar flokksins í Úteyju. „Við í Verkamannaflokknum gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta var árás á okkur, enda fór árásarmaðurinn ekkert leynt með það. Þetta eru því auðvitað skelfileg skilaboð, en um leið gerði þetta okkur mjög ákveðin í því að gefa ekkert eftir með þau gildi, sem við höfum í hávegum, og það hvernig við nálgumst lýðræðið,“ sagði Störe. Störe segir að umræðan í Noregi hafi farið hægt af stað eftir að þessi voðaverk voru framin fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Fólk hefur farið varlega og gætt sín á að snerta ekki á mjög viðkvæmum málefnum. En þetta held ég að muni breytast. Við munum fá umræður um það hvernig þessi maður gat þróað áform af þessu tagi og hvar mörkin liggja milli orða og athafna, því margir hafa sömu skoðanir og þessi maður án þess þó að fremja hryðjuverk. Ég held að við eigum að fá þessi mál fram í dagsljósið í anda lýðræðis og ræða þau.“ Störe hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn hér á landi. Hann segir heimsóknina hafa nýst vel, hann hafi komið bæði til Akureyrar og Siglufjarðar, hrifist af náttúrufegurðinni og áttað sig betur á sameiginlegri sögu landanna tveggja. „Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart á Íslandi. En það er gott,“ segir Störe. Eitt af meginmarkmiðum heimsóknarinnar hingað var að styrkja samstarf Íslands og Noregs um málefni norðurslóða. Meðal annars var samþykkt að stofna prófessorsstöðu um málefni norðurslóða við Háskólann á Akureyri. „Ég tel að þekkingin sé það sem við þurfum að leggja mesta áherslu á í þessum málum,“ segir Störe. Við hlökkum mikið til samstarfs við Ísland á þessu sviði og það hefur orðið að veruleika núna.“ Eins og Ísland er Noregur aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Störe segist samt ekki sjá fyrir sér að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði endurskoðaður á næstunni, en þó hefur norsk nefnd í nærri tvö ár unnið að viðamikilli úttekt á áhrifum EES-samningsins á Noreg. „Ég mun fyrir árslok fá í hendurnar yfirgripsmikla skýrslu frá nefndinni. Það verður yfirgripsmikil skýrsla sem ég held að gefi okkur mikilvægar upplýsingar um það hvaða þýðingu EES hefur í dag fyrir Noreg. Við fáum miklu betri mynd að því hvernig Noregur er samtengdur Evrópu í gegnum EES, og svo getum við fengið einhverjar hugmyndir um það hvernig við getum bætt samstarfið á einhverjum sviðum. Hann segir enga knýjandi þörf til þess að gera breytingar á samstarfi Noregs við ESB eins og það gengur fyrir sig í gegnum EES-samninginn. „En ein ástæðan fyrir því að við fengum þessa nefnd til að fara út í þessa vinnu er að hún komi með tillögur.“ Fréttir Tengdar fréttir Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi. 1. október 2011 02:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Utanríkisráðherra Noregs segir að umræða um viðkvæm málefni tengd hryðjuverkunum í sumar sé varla byrjuð enn í Noregi. Áleitnar spurningar, eins og til dæmis um muninn á orðum og athöfnum, verði þó að draga fram í dagsljósið og ræða í anda lýðræðisins. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðmenn verði lengi að ná sér eftir harmleikinn í sumar þegar hryðjuverk einstaklings kostuðu nærri 70 manns lífið, flest ungmenni úr ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins. „Margt af þessu unga fólki þarf stuðning áfram, sumir eru enn á sjúkrahúsi og þurfa endurhæfingu. Það sem við þurfum að gera er að fylgja þessu eftir sem ein fjölskylda og veita bæði þeim sem særðust og fjölskyldum þeirra allan þann stuðning sem við getum.“ Fyrir utan þann mannlega harmleik, sem árásirnar í Ósló og á Úteyju ollu, þá er fjárhagstjónið nú metið á ríflega milljarð norskra króna, en sú fjárhæð samsvarar 20 milljörðum íslenskra króna. Hryðjuverkamaðurinn beindi árásum sínum sérstaklega að Verkamannaflokknum, bæði ráðuneytisbyggingu í Ósló og útilegu ungliðahreyfingar flokksins í Úteyju. „Við í Verkamannaflokknum gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta var árás á okkur, enda fór árásarmaðurinn ekkert leynt með það. Þetta eru því auðvitað skelfileg skilaboð, en um leið gerði þetta okkur mjög ákveðin í því að gefa ekkert eftir með þau gildi, sem við höfum í hávegum, og það hvernig við nálgumst lýðræðið,“ sagði Störe. Störe segir að umræðan í Noregi hafi farið hægt af stað eftir að þessi voðaverk voru framin fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Fólk hefur farið varlega og gætt sín á að snerta ekki á mjög viðkvæmum málefnum. En þetta held ég að muni breytast. Við munum fá umræður um það hvernig þessi maður gat þróað áform af þessu tagi og hvar mörkin liggja milli orða og athafna, því margir hafa sömu skoðanir og þessi maður án þess þó að fremja hryðjuverk. Ég held að við eigum að fá þessi mál fram í dagsljósið í anda lýðræðis og ræða þau.“ Störe hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn hér á landi. Hann segir heimsóknina hafa nýst vel, hann hafi komið bæði til Akureyrar og Siglufjarðar, hrifist af náttúrufegurðinni og áttað sig betur á sameiginlegri sögu landanna tveggja. „Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart á Íslandi. En það er gott,“ segir Störe. Eitt af meginmarkmiðum heimsóknarinnar hingað var að styrkja samstarf Íslands og Noregs um málefni norðurslóða. Meðal annars var samþykkt að stofna prófessorsstöðu um málefni norðurslóða við Háskólann á Akureyri. „Ég tel að þekkingin sé það sem við þurfum að leggja mesta áherslu á í þessum málum,“ segir Störe. Við hlökkum mikið til samstarfs við Ísland á þessu sviði og það hefur orðið að veruleika núna.“ Eins og Ísland er Noregur aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Störe segist samt ekki sjá fyrir sér að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði endurskoðaður á næstunni, en þó hefur norsk nefnd í nærri tvö ár unnið að viðamikilli úttekt á áhrifum EES-samningsins á Noreg. „Ég mun fyrir árslok fá í hendurnar yfirgripsmikla skýrslu frá nefndinni. Það verður yfirgripsmikil skýrsla sem ég held að gefi okkur mikilvægar upplýsingar um það hvaða þýðingu EES hefur í dag fyrir Noreg. Við fáum miklu betri mynd að því hvernig Noregur er samtengdur Evrópu í gegnum EES, og svo getum við fengið einhverjar hugmyndir um það hvernig við getum bætt samstarfið á einhverjum sviðum. Hann segir enga knýjandi þörf til þess að gera breytingar á samstarfi Noregs við ESB eins og það gengur fyrir sig í gegnum EES-samninginn. „En ein ástæðan fyrir því að við fengum þessa nefnd til að fara út í þessa vinnu er að hún komi með tillögur.“
Fréttir Tengdar fréttir Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi. 1. október 2011 02:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi. 1. október 2011 02:00