Erlent

Aflífuð vegna giktarvanda

Pokarottan Heidi Heidi var svæfð eftir að dýralæknar höfðu lengi reynt að lækna hana af gikt.fréttablaðið/ap
Pokarottan Heidi Heidi var svæfð eftir að dýralæknar höfðu lengi reynt að lækna hana af gikt.fréttablaðið/ap
Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð.

Heidi var þriggja og hálfs árs gömul þegar forsvarsmenn dýragarðsins ákváðu að svæfa hana eftir að hafa reynt lengi að meðhöndla hana vegna giktar og annarra einkenna hás aldurs. Heidi glímdi lengi við veikindi.

Stjórnandi dýragarðsins, Jörg Junhold, segir í samtali við AP-fréttastofuna að þetta hafi verið dýrinu fyrir bestu. Talið er að Heidi hafi orðið rangeygð vegna rangs mataræðis í æsku. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×