Erlent

Fær ekki vinnu eftir háskólanám

Mæla göturnar Danskir háskólanemar eiga ekki vísan starfsframa eftir útskrift.
Mæla göturnar Danskir háskólanemar eiga ekki vísan starfsframa eftir útskrift.
Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær.

Vísað er í könnun fagfélagsins Djøf, þar sem segir að ári eftir útskrift hafi 40 prósent útskrifaðra úr lögfræði, hagfræði, stjórnun og kennslufræðum enn ekki fengið vinnu.

Hátt í 1.500 nýútskrifaðir meðlimir í Djøf eru nú án atvinnu, sem er það mesta sem sést hefur í sögu félagsins.

Forsvarsmenn Djøf óttast að tapa hæfileikafólki og kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×