Erlent

Egyptar kjósa innan mánaðar

Á leið í skólann Skólakrakkar í Egyptalandi fá far í skólann.Fréttablaðið/AP
Á leið í skólann Skólakrakkar í Egyptalandi fá far í skólann.Fréttablaðið/AP
Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs.

Herforingjastjórnin, sem tók við völdum af Mubarak í febrúar, hét því að stjórna aðeins í hálft ár. Tímasetning forsetakosninga hefur ekki verið tilkynnt. Mótmælendahreyfingin, sem kollvarpaði Mubarak, hefur gerst æ tortryggnari á fyrirætlanir herforingjastjórnarinnar og hefur tekið fréttunum af fyrirhuguðum þingkosningum af fálæti.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×