Allar hliðar máls 28. september 2011 06:00 Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar