Erlent

Berlusconi bað hann að ljúga

Giampaolo Tarantini
Giampaolo Tarantini
Ítalski kaupsýslumaðurinn Giampaolo Tarantini hefur verið látinn laus úr fangelsi, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki reynt að kúga fé út úr Silvio Berlusconi forsætisráðherra.

Hins vegar komst dómarinn jafnframt að þeirri niðurstöðu að Berlusconi hefði reynt að fá Tarantini til að ljúga að saksóknurum, og greitt honum fé fyrir.

Tarantini hefur viðurkennt að hafa útvegað vændiskonur til að mæta í veislur Berlusconis. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann hefði reynt að kúga fé út úr Berlusconi fyrir að þegja um þetta, en nú þykir sem sagt ljóst að Berlusconi hafi að eigin frumkvæði reynt að fá Tarantini til að þegja.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×