Rússum spáð kosningasigri 17. september 2011 01:00 Líklegur sigurvegari Stór veggmynd af Nils Usakovs, hinum 34 ára gamla leiðtoga rússneskumælandi Letta, blasir við á húsvegg í höfuðborginni Ríga. nordicphotos/AFP „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira