Rússum spáð kosningasigri 17. september 2011 01:00 Líklegur sigurvegari Stór veggmynd af Nils Usakovs, hinum 34 ára gamla leiðtoga rússneskumælandi Letta, blasir við á húsvegg í höfuðborginni Ríga. nordicphotos/AFP „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira