Sjálfboðaliðar efla samfélagið 16. september 2011 06:00 Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun