Innlent

Viðskiptavinir borguðu brúsann

Urðarbrunnur Enn í dag hefur engin bygging risið á lóðinni.
Urðarbrunnur Enn í dag hefur engin bygging risið á lóðinni.
Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað.

Um er að ræða sölu á veðskuldabréfum tengdum fasteignaverkefnum sem bankinn fjármagnaði, og átti í sumum tilvikum hlut í, til eignastýringarsviðs VBS. Bréfin voru gefin út af byggingarverktökum sem voru viðskiptavinir Framkvæmdafjármögnunar VBS. Kaupin voru gerð án samráðs við viðskiptavini.

Vísbendingar eru um að fjármögnunarsvið VBS hafi lánað milljarða út á mat á hugsanlegu söluandvirði fyrirhugaðra fasteigna, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Reykjanesi, sem aldrei risu.

VBS afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána, að mestu fasteignalána, árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrravor með tugmilljarðaskuld við Seðlabankann á bakinu.

Þórey S. Þórðardóttir, sem sæti á í slitastjórn VBS, útilokar ekki að fleiri mál verði send til sérstaks saksóknara.

„Við erum að bíða eftir nákvæmri skýrslu frá Ernst & Young,“ segir hún.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×