Fagna hugmyndum um aukinn innflutning 16. september 2011 04:00 Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira