Fagna hugmyndum um aukinn innflutning 16. september 2011 04:00 Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira