Erlent

Neytendafrömuður í framboð

Elizabeth Warren
Elizabeth Warren Mynd/AFP
Elizabeth Warren tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram fyrir demókrata í Massachusetts-ríki í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Warren er lögfræðiprófessor, landsþekkt fyrir baráttu að neytendamálum. Hún var ráðgjafi Baracks Obama forseta í þeim málum.

Demókratar hafa löngum átt sigur vísan í kosningum í Massachusetts, en repúblikaninn Scott Brown vann óvæntan sigur í aukakosningum til öldungadeildarinnar í fyrra og mun sækjast eftir endurkjöri.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×