
Núll
Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvember 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þessum samstarfstíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra beggja sem engin rök standa til að draga í efa.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum.
Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raunsanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum.
Nú þegar ríkisstjórnin loks stendur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahagsáætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafurinn: Núll.
Friður um sneggsta blettinn
Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætlun saman?
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir.
Á hinn bóginn hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Þetta er þó sneggsti bletturinn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og peningamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur?
Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu markmiðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þremur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshagvexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlunarinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli.
Á sama tíma og ríkisstjórn-ir annarra landa herða aðgerðir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamálum þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau viðhorf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráðstafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum.
Hvar er viljans merki?
Bankastjórn Seðlabankans barðist hatrammlega gegn AGS-samstarfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðlabankans undirritaði samstarfsáætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að framkvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri.
Ofan á hrun krónunnar og bankanna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætlunin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu samstarfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendurreisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst.
Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG staðfestir. En forvígismenn landsins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafnvel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki?
Skoðun

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar