Innlent

Segja Jóhönnu fara rangt með

Samtök atvinnulífsins (SA) segja að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi farið með rangt mál á Alþingi í gær þegar hún fullyrti að hlutur launa í landsframleiðslu hefði aldrei verið lægri en nú, eða 59 prósent samanborið við yfir 72 prósent árið 2007.

Jóhanna sagði þetta þýða að þrettán prósent af landsframleiðslu, eða 200 milljarðar, hefðu farið frá launþegum til fyrirtækja.

SA segja að þetta sé rangt. Jóhanna hafi verið að reikna hlutföll af svokölluðum vergum þáttatekjum, sem sé mun lægri fjárhæð. Í raun hafi hlutfall launa af landsframleiðslu lækkað úr 60,1 prósenti í 51,2 prósent. Það hlutfall eigi sér fordæmi frá 1997 til 1998. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×