Erlent

Reka sendiherra Ísraels úr landi

Ráðist var á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána. Myndin er úr safni.
Ráðist var á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána. Myndin er úr safni.
Tyrkir hafa vísað sendiherra Ísraels úr landi og rift tímabundið öllum hernaðarsamningum við landið. Ástæðan er sú að Ísraelar neita að biðjast afsökunar á því að hafa í fyrra ráðist á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána áleiðis til Gasa. Þar létust níu tyrkneskir aðgerðasinnar.

Á fimmtudag lak skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum þar sem fram kom að hermennirnir hefðu beitt óhóflegu valdi þegar þeir réðust um borð í skipið. Ísraelar halda því hins vegar fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×