Uppreisnarmenn sækja fram 3. september 2011 04:00 Ónefndur listamaður hefur málað mynd af Gaddafí á húsvegg í Trípólí. Á myndinni má sjá einræðisherrann fyrrverandi forða sér á hlaupum með peninga í poka.nordicphotos/AFP Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira