Allt á uppleið eða í kaldakoli 3. september 2011 05:45 Himinn og haf skildi að skoðanir stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á því hvernig ástandið í íslensku efnahagslífi væri. Alþingi tók til starfa að nýju í gær.fréttablaðið/anton Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00