Pistill frá Eddu Garðarsdóttur: Griðastaður Edda Garðarsdóttir skrifar 3. september 2011 09:00 Edda Garðarsdóttir Mynd/Ossi Ahola Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira