Erlent

Þjóðverjar fari frekar en Grikkir

Papandreú og Merkel Forsætisráðherra Grikklands og kanslari Þýskalands á einum fjölmargra funda um skuldavanda evruríkjanna. nordicphotos/AFP
Papandreú og Merkel Forsætisráðherra Grikklands og kanslari Þýskalands á einum fjölmargra funda um skuldavanda evruríkjanna. nordicphotos/AFP
Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja.

Fari hins vegar svo, að skipta þurfi evrusvæðinu upp, þá telja þeir skynsamlegra að Þýskaland taki pokann sinn og segi skilið við myntbandalagið en að Grikkland verði rekið úr hópnum.

Það var fréttastofan Reuters sem skýrði frá þessu. Meðal hagfræðinganna sautján eru Joseph Stiglitz, Myron Scholes og Robert Mundell.

Í viðtali við Reuters segir Stiglitz að það yrði enginn hægðarleikur að skipta evrusvæðinu niður í smærri svæði: „Það er mjög erfitt að afhræra hrærð egg,“ segir hann.

Hann segir hins vegar að hagfræðingar séu almennt að komast á þá skoðun að Þýskaland, sem er vel stætt efnahagslega, ætti auðveldara með að segja skilið við hópinn en Grikkland.

Skuldabagginn myndi halda áfram að sliga Grikkland, sem ætti afar erfitt með að ná sér á eigin spýtur. Þjóðverjar myndu hins vegar spjara sig ágætlega.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×