Erlent

Flugmenn gleyma kunnáttunni

Ný rannsókn sýnir að nokkur fjöldi flugslysa hefur þegar orðið vegna þess að flugmenn reiða sig um of á sjálfstýringu.
nordicphotos/afp
Ný rannsókn sýnir að nokkur fjöldi flugslysa hefur þegar orðið vegna þess að flugmenn reiða sig um of á sjálfstýringu. nordicphotos/afp
Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóflegrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræðum með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kostað hundruð manna lífið.

Þetta segja bæði flugmenn og flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum. Flugumferðarstjórn Bandaríkjanna hefur gert á þessu rannsókn, sem staðfestir að flugmenn reiði sig stundum of mikið á sjálfstýribúnað.

„Við erum farin að sjá alveg nýja tegund af slysum með þessum fullkomnu flugvélum,“ segir Rory Kay, annar tveggja formanna ráðgjafanefndar bandarísku flugumferðarstjórnarinnar um þjálfun flugmanna. „Við erum að gleyma því hvernig á að fljúga.“

Þessi nýja tegund slysa verður annaðhvort þegar eitthvað í sjálfstýribúnaði bilar eða þegar rangar upplýsingar eru slegnar inn í tölvukerfið sem búnaðurinn notar. Dæmi eru til þess að slíkt slái flugmenn út af laginu og þeir viti ekki hvernig þeir eigi að bregðast við.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×