Innlent

26 prósenta hækkun hjá OR

Hærra rafmagnsverð Það er orðið dýrara að nota tauþurrkarana en áður.
Hærra rafmagnsverð Það er orðið dýrara að nota tauþurrkarana en áður.
Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 prósent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári.

Kostnaður hjá heimilum á svæði HS orku hefur hækkað minnst eða um fjögur prósent miðað við sambærilega notkun.

Allir raforkusalar hækkuðu gjaldskrár sínar nú í sumar, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Mesta hækkunin var 20 prósent hjá Orkuveitu Reykjavíkur en minnsta hækkunin var hjá HS veitum, 3,6 prósent.

Einnig hafa allar dreifiveiturnar hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrrasumar. Mesta hækkunin var hjá Orkuveitu Reykjavíkur en minnsta hækkunin var hjá Rafveitu Reyðarfjarðar.

Hjá viðskiptavinum RARIK/Orkusölunnar í þéttbýli hefur raforkukostnaður einnig hækkað umtalsvert eða um níu prósent. Rafmagnsreikningurinn á svæði Orkubús Vestfjarða í þéttbýli hefur hækkað um 8 prósent.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×