Innlent

Borgina vantar um 50 starfsmenn

Frístundaheimilið í melaskóla Nú eru um 600 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. 
fréttablaðið/stefán
Frístundaheimilið í melaskóla Nú eru um 600 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. fréttablaðið/stefán
Um 600 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum. Þó hefur fjöldinn dregist saman um helming því í þar síðustu viku voru um 1.200 börn sem biðu eftir plássi. Borgina vantar enn um 50 starfsmenn í hlutastarf til að anna þessari eftirspurn, en búist er við því að það nái að ráða í stöðurnar á næstu vikum.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur umsóknum um pláss fjölgað um 500 síðan í júní síðastliðnum.

Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og borgarfulltrúi Besta flokksins, segist bjartsýn á að það takist að veita þessum börnum pláss á næstunni.

„Það er verið að vinna í ráðningum á hverjum einasta degi. Þetta er vissulega slæmt fyrir þá foreldra sem eiga börn á biðlista – það veldur kvíða,” segir Eva sem býst við að borgin verði komin langleiðina með að leysa málið í þessari viku.

Eva segir eldri börnin í ríkari mæli notfæra sér þjónustu frístundaheimila og það útskýri fjölgunina. Hún segist vonast til þess að með samþættingu frístundaheimila og skóla sé möguleiki að bjóða fólki fulla vinnu, en ekki einungis hálfan daginn eins og á frístundaheimilunum í haust. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×