Innlent

Brotið gegn eignarrétti landeigenda

Eigendur sjávarjarða segjast eiga rétt til netaveiða við jarðir sínar sem nú standi til að taka af þeim.
Eigendur sjávarjarða segjast eiga rétt til netaveiða við jarðir sínar sem nú standi til að taka af þeim. Fréttablaðið/Stefán
Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið.

„Alþingismenn hafa ekki lagalegt umboð eða heimildir til að setja lög um fiskveiðiauðlindina án þess að fullt tillit sé tekið til þeirra sem fyrir eiga eignarhlutdeild í auðlindinni,“ segir í umsögninni.

„Netlög sjávarjarða eru þinglýst eign, í ljósi atvika er eignarréttur tvímælalaus, og enginn vafi leikur á því að eigendur sjávarjarða eru réttir og löglegir eigendur en verða ólöglega sviptir áfram eign sinni með frumvarpi þessu.“

Í umsögninni segir að þessi réttur sé staðfestur af Mannréttindadómstól Evrópu en hann hafi verið hundsaður af íslenskum stjórnvöldum í þrjá áratugi.

Ætli stjórnvöld sér að ganga gegn rétti eigenda sjávarjarða til að nýta sjávarauðlindina verður það ekki gert lögum samkvæmt nema almannahagsmunir krefjist þess. Ríkið þarf þá að greiða eigendunum fullar bætur vegna eignarnámsins, segir í umsögninni.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×