Erlent

Þurfa að greiða 57 milljarða

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum.

Í frétt um málið á CNN Money segir að um stærstu sekt af þessu tagi í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Samhliða sektinni var gerð sátt við Google, sem þannig sleppur við dómsmál gegn sér vegna þessara auglýsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×