Innlent

Minnast sjálfstæðis Litháens

Besstastaðir Forseti Íslands bauð til móttöku í gær.
Besstastaðir Forseti Íslands bauð til móttöku í gær.
Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaité, er í opinberri heimsókn hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt móttöku fyrir forsetann í gær auk þess sem hátíðarkvöldverður var haldinn á Bessastöðum í gærkvöldi.

Í dag verður þess minnst að 20 ár eru frá því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Litháens. Athöfn vegna þess mun fara fram í Höfða. Þá mun Grybauskaité meðal annars heimsækja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð og Alþingi og flytja erindi í Þjóðmenningarhúsinu. Hún fer af landi brott á morgun.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×