Erlent

100 tonn af gulli yfir hafið

Hugo Chávez
Hugo Chávez
Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas.

Chávez hefur einnig beðið um að fá heimsend 90 tonn af gulli frá öðrum bönkum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Í London reikna menn með að fljúga þurfi 40 sinnum yfir Atlantshafið til þess að flytja gullið til Caracas. Ekkert tryggingafélag vill tryggja gullið verði það sent allt í einu.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×