Merki þess að ástin þrautir vinnur allar 25. ágúst 2011 07:00 Stoltir foreldrar með erfingjann Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. fréttablaðið/stefán „Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sjá meira
„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sjá meira