Hægari framvinda við hagræðinguna 25. ágúst 2011 04:45 Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira