Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga 25. ágúst 2011 06:30 Forboðinn hnappur Hnappur á heimasíðu Vinnumálastofnunar fyrir þá sem vilja undir nafnleynd benda á meint bótasvik er á sínum stað þótt Persónuvernd segi hann brjóta í bága við lög. Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum. Þetta segir Persónuvernd sem kveður það að „gera beinlínis ráð fyrir nafnlausum ábendingum“ á heimasíðum þessara stofnana feli í sér hvatningu til slíkra ábendinga. Það samrýmist ekki kröfum um rafræna vinnslu persónuupplýsinga að „ríkisskattstjóri hvetji þegnana til að fara huldu höfði með því að bjóða þeim á vefsíðu sinni sérstakan hnapp þar sem tekið er sérstaklega fram að ekki sé nauðsynlegt að fylla út nafn, tölvupóstfang eða annað þegar bent sé á meinta, svarta vinnu eða önnur skattundanskot,“ eins og segir í ákvörðun Persónuverndar sem tekur þó fram að þetta eigi ekki við „um þær nafnlausu ábendingar sem berast munnlega, svo sem með símtölum eða ef fólk mætir í eigin persónu til skattyfirvalda“. Þá undirstrikar Persónuvernd að stofnunin sé ekki með ákvörðun sinni að banna stjórnvöldum að taka við nafnlausum ábendingum „enda geta hvorki stjórnvöld né aðrir komið í veg fyrir að sér berist skrifleg erindi ýmist frá þeim sem ekki vilja láta nafns síns getið eða aðilum sem reyna að villa á sér heimildir“.- gar Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum. Þetta segir Persónuvernd sem kveður það að „gera beinlínis ráð fyrir nafnlausum ábendingum“ á heimasíðum þessara stofnana feli í sér hvatningu til slíkra ábendinga. Það samrýmist ekki kröfum um rafræna vinnslu persónuupplýsinga að „ríkisskattstjóri hvetji þegnana til að fara huldu höfði með því að bjóða þeim á vefsíðu sinni sérstakan hnapp þar sem tekið er sérstaklega fram að ekki sé nauðsynlegt að fylla út nafn, tölvupóstfang eða annað þegar bent sé á meinta, svarta vinnu eða önnur skattundanskot,“ eins og segir í ákvörðun Persónuverndar sem tekur þó fram að þetta eigi ekki við „um þær nafnlausu ábendingar sem berast munnlega, svo sem með símtölum eða ef fólk mætir í eigin persónu til skattyfirvalda“. Þá undirstrikar Persónuvernd að stofnunin sé ekki með ákvörðun sinni að banna stjórnvöldum að taka við nafnlausum ábendingum „enda geta hvorki stjórnvöld né aðrir komið í veg fyrir að sér berist skrifleg erindi ýmist frá þeim sem ekki vilja láta nafns síns getið eða aðilum sem reyna að villa á sér heimildir“.- gar
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira