Innlent

Vilja auka jöfnuð meðal nemenda

menntaskólinn í reykjavík Frá og með nýju skólaári mun MR nota frjálsan hugbúnað. Fréttablaðið/stefán
menntaskólinn í reykjavík Frá og með nýju skólaári mun MR nota frjálsan hugbúnað. Fréttablaðið/stefán
Á komandi skólaári munu fimm framhaldsskólar styðjast nær eingöngu við frjálsan hugbúnað í starfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Menntaskólinn í Reykjavík mun frá upphafi nýs skólaárs nota nánast eingöngu frjálsan hugbúnað og stefnir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum á að fara sömu leið frá og með áramótum.

Fyrir eru Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Verkmenntaskólinn á Akureyri sem nota að mestu leyti frjálsan hugbúnað. Auk þess hefur notkun frjáls hugbúnaðar aukist mikið í öðrum framhaldsskólum landsins.

Meginmarkmið skóla með innleiðingu frjáls hugbúnaðar er aukinn jöfnuður og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu frjáls hugbúnaðar er jöfnuður á meðal nemenda og starfsmanna tryggður þar sem allir hafa aðgang að sama hugbúnaði án endurgjalds, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Undanfarin ár hefur menntamálaráðuneytið hvatt framhaldsskóla til að innleiða fjálsan hugbúnað. - kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×