Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs 24. ágúst 2011 00:00 Í höfuðstöðvum Gaddafís Uppreisnarmenn fagna í höfuðstöðvum Gaddafís og gera lítið úr helstu valdatáknum leiðtogans fallna.nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira