Innlent

Helmingi minni stofn nú en 2001

á úthafskarfamiðum
Lengi vel var fréttaflutningur af miðunum mest af ólöglegum veiðum.
Mynd/lhg
á úthafskarfamiðum Lengi vel var fréttaflutningur af miðunum mest af ólöglegum veiðum. Mynd/lhg
Stofn karfa í úthafinu mældist rúmlega 900 þúsund tonn í alþjóðlegum karfaleiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa sem er nýlokið.

Í leiðangrinum voru metnar stofnstærðir tveggja stofna karfa, efri og neðri stofn úthafskarfa. Ljóst er að þeir eru helmingi minni en þegar þeir mældust stærstir árið 2001 þegar hann mældist 1,8 milljónir tonna.

Efri stofn úthafskarfa, sem er að finna á grynnra en 500 metra dýpi, mældist rúm 120 þúsund tonn með bergmálsaðferð og er þetta svipað og árið 2009. Eru þetta lægstu mælingar frá upphafi, en árið 1994 mældist stofninn rúmar tvær milljónir tonna. Með trollaðferð voru mæld 309 þúsund tonn en þessi aðferð gaf 278 þúsund tonn árið 2009 og 565 þúsund tonn árið 2001.

Neðri stofn úthafskarfa, sem er að finna á meira en 500 metra dýpi, er áætlaður um 875 þúsund tonn sem er svipað og mældist árið 2009.

Mælingarnar í ár og árið 2009 eru þær lægstu síðan 1999 þegar mælingar hófust og hafa farið úr rúmri einni milljón tonna árið 2001.

Íslendingar hafa tekið þátt í mælingunum frá árinu 1994. Aðstæður til mælinga voru góðar, veður yfirleitt gott og engar hindranir voru vegna íss. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×