Innlent

97 prósent landsmanna nota netið

Íslendingar og internetið Íslendingar hafa oft og tíðum náð inn á hina ýmsu heimslista og er listi yfir internet-notkun einn af þeim.fréttablaðið/vilhelm
Íslendingar og internetið Íslendingar hafa oft og tíðum náð inn á hina ýmsu heimslista og er listi yfir internet-notkun einn af þeim.fréttablaðið/vilhelm
Íslendingar eru sú þjóð sem notar internetið næstmest í heimi. Einungis Mónakóbúar eru með hærra hlutfall, eða 97,6 prósent, á móti 97 prósentum Íslendinga. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar fréttastofunnar CNN.

Nærri 2,1 milljarður manna, um 30 prósent af heildarfjölda mannkyns, notar internetið. CNN vitnar í upplýsingar frá vefsíðunni www.internetworldstats.com.

Fjöldi þeirra sem nota internetið hefur fimmfaldast síðan árið 2000. Flestir notendur eru í Kína og Bandaríkjunum, en einungis rúm 36 prósent heildarfjölda Kínverja nota netið og 78 prósent Bandaríkjamanna.

Fram kemur í frétt CNN að Norðurlandaríkin séu almennt nokkuð vel tengd. Noregur er í þriðja sæti á eftir Íslandi, með 94,4 prósenta hlutfall.

Þau lönd þar sem nettengingar eru hvað óalgengastar eru fátæk Afríkuríki, þar á meðal Líbería, Eþíópía og Sómalía.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×