Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum 23. ágúst 2011 06:00 VIð tökur í Reykjavík Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum.fréttablaðið/daníel Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira