Bikardrottningin í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2011 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir fagnar sjöföldum bikarmeistara, Emblu Sigríði Grétarsdóttur, með því að sturta yfir hana úr vatnsbrúsa eins og venjan er á slíkum sigurstundum. Mynd/Arnþór Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppninni um helgina með því að vinna öruggan 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitor-bikarsins á Laugardalsvellinum. Valsliðið var þarna að vinna ellefta bikarleikinn í röð og fór því með bikarinn heim á Hlíðarenda þriðja árið í röð. Fyrir nokkrum árum gekk Valsliðinu oft illa að landa þessum titli þrátt fyrir nokkra yfirburði á Íslandsmótinu en nú er raunin önnur og bikarinn á eflaust orðið fastan stað í bikarskápnum á Hlíðarenda. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sáu um að skora mörkin en sú síðarnefnda hefði auðveldlega getað skorað fernu í þessum leik. Kristín Ýr var því orðin langeygð eftir marki þegar glæsilegur skalli hennar þandi netmöskvana í seinni hálfleik, en það mark gerði nánast út um leikinn. „Við duttum aðeins niður í smá stress en við erum með reynsluna á bak við okkur og það vann með okkur í dag," sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn, en hún var ein af þeim í Valsliðinu sem voru að vinna bikarinn í fimmta sinn. Laufey Ólafsdóttir er líka í þeim hópi en Laufey átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í gær. Bikardrottningin í Valsliðinu er hins vegar Hornfirðingurinn Embla Sigríður Grétarsdóttir, sem varð bikarmeistari fimmta árið í röð og alls í sjöunda sinn á sínum ferli. Með þessum sjöunda bikarmeistaratitli jafnaði hún met Valskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem vann bikarinn sjö sinnum með Val á árunum 1984-1995. „Þetta er bara æðislegt og það er ógeðslega gaman að vinna þennan titil," sagði Embla í leikslok. „Íslandsmeistaratitilinn er farinn og það skipti því rosalega miklu máli að ná þessum titli. Við erum með það gott lið að það hefði verið hræðilegt að klúðra báðum titlunum þetta árið," sagði Embla, en það er líka langt síðan hún tapaði í bikarúrslitaleik, meira en áratugur. Embla þurfti að sætta sig við silfur 1998 og 2000 en eftir það hefur hún haldið sig við gullið.Bestu vinkonur Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fagna hér saman í leikslok, en þær hafa unnið marga titla saman.Fréttablaðið/ArnþórValskonur nýttu sér reynsluna í sínu liði eftir að hafa rétt sloppið inn í hálfleikinn án þess að fá á sig mark. „Þær komu dýrvitlausar inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og pressuðu vel á okkur. Það hefði allt getað gerst þá en sem betur fer róuðum við okkur svolítið niður í hálfleik. Við vorum uppspenntar en við komum öflugar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta svona glæsilega. Það stafaði ekki mikil ógn af þeim í seinni hálfleik," sagði Embla. Embla er hluti af hinni sterku vörn Valsliðsins sem fékk ekki á sig mark í bikarkeppninni í ár. Liðið vann þrjá 1-0 sigra á leið sinni í úrslitaleikinn og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 678 mínútur í bikarkeppninni. Embla hefur verið á sínum stað í Valsvörninni allan þennan tíma. Það bjuggust ekki margir við miklu af KR-liðinu, ekki síst eftir að liðið lenti undir á þriðju mínútu. „Við áttum góðan kafla í lokin á fyrri hálfleik en svo datt þetta allt niður hjá okkur í seinni hálfleiknum. Við vorum orðnar þreyttar og það var eins og orkan væri alveg búin hjá okkur. Við áttum færi í fyrri hálfleiknum og vorum þá að spila boltanum vel á milli okkar. Svo ætluðum við að halda því áfram en það gekk ekki," sagði KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir. „Valsstelpurnar eru rosalega sterkar og þær halda þetta alveg út í 90 mínútur. Mér finnst þær vera besta liðið á Íslandi núna," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppninni um helgina með því að vinna öruggan 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitor-bikarsins á Laugardalsvellinum. Valsliðið var þarna að vinna ellefta bikarleikinn í röð og fór því með bikarinn heim á Hlíðarenda þriðja árið í röð. Fyrir nokkrum árum gekk Valsliðinu oft illa að landa þessum titli þrátt fyrir nokkra yfirburði á Íslandsmótinu en nú er raunin önnur og bikarinn á eflaust orðið fastan stað í bikarskápnum á Hlíðarenda. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sáu um að skora mörkin en sú síðarnefnda hefði auðveldlega getað skorað fernu í þessum leik. Kristín Ýr var því orðin langeygð eftir marki þegar glæsilegur skalli hennar þandi netmöskvana í seinni hálfleik, en það mark gerði nánast út um leikinn. „Við duttum aðeins niður í smá stress en við erum með reynsluna á bak við okkur og það vann með okkur í dag," sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn, en hún var ein af þeim í Valsliðinu sem voru að vinna bikarinn í fimmta sinn. Laufey Ólafsdóttir er líka í þeim hópi en Laufey átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í gær. Bikardrottningin í Valsliðinu er hins vegar Hornfirðingurinn Embla Sigríður Grétarsdóttir, sem varð bikarmeistari fimmta árið í röð og alls í sjöunda sinn á sínum ferli. Með þessum sjöunda bikarmeistaratitli jafnaði hún met Valskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem vann bikarinn sjö sinnum með Val á árunum 1984-1995. „Þetta er bara æðislegt og það er ógeðslega gaman að vinna þennan titil," sagði Embla í leikslok. „Íslandsmeistaratitilinn er farinn og það skipti því rosalega miklu máli að ná þessum titli. Við erum með það gott lið að það hefði verið hræðilegt að klúðra báðum titlunum þetta árið," sagði Embla, en það er líka langt síðan hún tapaði í bikarúrslitaleik, meira en áratugur. Embla þurfti að sætta sig við silfur 1998 og 2000 en eftir það hefur hún haldið sig við gullið.Bestu vinkonur Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fagna hér saman í leikslok, en þær hafa unnið marga titla saman.Fréttablaðið/ArnþórValskonur nýttu sér reynsluna í sínu liði eftir að hafa rétt sloppið inn í hálfleikinn án þess að fá á sig mark. „Þær komu dýrvitlausar inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og pressuðu vel á okkur. Það hefði allt getað gerst þá en sem betur fer róuðum við okkur svolítið niður í hálfleik. Við vorum uppspenntar en við komum öflugar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta svona glæsilega. Það stafaði ekki mikil ógn af þeim í seinni hálfleik," sagði Embla. Embla er hluti af hinni sterku vörn Valsliðsins sem fékk ekki á sig mark í bikarkeppninni í ár. Liðið vann þrjá 1-0 sigra á leið sinni í úrslitaleikinn og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 678 mínútur í bikarkeppninni. Embla hefur verið á sínum stað í Valsvörninni allan þennan tíma. Það bjuggust ekki margir við miklu af KR-liðinu, ekki síst eftir að liðið lenti undir á þriðju mínútu. „Við áttum góðan kafla í lokin á fyrri hálfleik en svo datt þetta allt niður hjá okkur í seinni hálfleiknum. Við vorum orðnar þreyttar og það var eins og orkan væri alveg búin hjá okkur. Við áttum færi í fyrri hálfleiknum og vorum þá að spila boltanum vel á milli okkar. Svo ætluðum við að halda því áfram en það gekk ekki," sagði KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir. „Valsstelpurnar eru rosalega sterkar og þær halda þetta alveg út í 90 mínútur. Mér finnst þær vera besta liðið á Íslandi núna," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira