Innlent

Heimspressan fylgist með opnun Hörpu

Athyglisverð Vígsla Hörpu hefur dregið að blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims. Wall Street Journal, New York Times, DR og Die Zeit eru meðal þeirra blaða sem ætla að fylgjast með.Fréttablaðið/GVA
Athyglisverð Vígsla Hörpu hefur dregið að blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims. Wall Street Journal, New York Times, DR og Die Zeit eru meðal þeirra blaða sem ætla að fylgjast með.Fréttablaðið/GVA
Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúpur Hörpunnar verður lýstur upp.

Þegar hafa birst ítarlegar greinar í Newsweek og Time Out en blaðamenn frá New York Times, Vanity Fair, Wall Street Journal, danska ríkissjónvarpinu, Die Zeit, The Observer, Guardian og Monocle eru meðal þeirra sem ætla að vera viðstaddir blaðamannafundinn í Hörpunni klukkan tíu í dag. Þá sendi færeyska ríkissjónvarpið starfsmenn frá bæði útvarps-og sjónvarpssviði. Á blaðamannafundinum sitja fyrir svörum Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri hússins og Ólafur Elíasson auk arkitekta hússins.

Anna Margrét Björnsson, upplýsingafulltrúi Hörpunnar, segir erlenda fjölmiðla vera mjög áhugasama um Hörpuna. Blaðamannastóðið fer út að borða á Kolabrautinni, veitingastað Hörpunnar, í kvöld og ætlar síðan að gera sér glaðan dag á Menningarnótt í Reykjavík sem væntanlega fær töluverða athygli fyrir vikið í heimspressunni. Þeir ætla síðan að snæða hádegisverð á Munnhörpunni á morgun, borða á Fiskimarkaðinum annað kvöld og munu eflaust njóta þess á besta stað þegar árleg flugeldasýning lýsir upp himininn yfir Reykjavík.- fgg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×