Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann 20. ágúst 2011 09:00 Fá ekki að hitta Jóhönnu Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdáendurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætisráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira